Tekjuhæstu fá mest afskrifað Erla Hlynsdóttir skrifar 3. apríl 2012 18:30 Sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn greiðsluvanda komu helst að gagni þeim sem alls ekki voru í slíkum vanda. Þetta er mat hagfræðinga Seðlabankans. Velferðarráðherra tekur fyrir að þetta sé áfellisdómur yfir aðgerðunum. Hagfræðingar Seðlabankans kynntu í dag lokaniðurstöður greiningar á stöðu íslenskra heimila frá ársbyrjun 2007 til ársloka 2010. Þar kom fram að afskriftir vegna 110% leiðarinnar skiptust þannig að tæp 24% þeirra fóru til húseigenda í greiðsluvanda, en nánast sama hlutfall, eða 22%, fór til húseigenda með mikinn tekjuafgang. Árangurinn virðist enn verri þegar litið er til árangurs af sérstakri vaxtaniðurgreiðslu, eins og sjá má á myndrænan hátt í meðfylgjandi myndskeiði. Þar kemur fram að tæp 27% niðurgreislunnar fór til húseigenda í greiðsluvanda, en meira en þriðjungur þeirrar upphæðar sem varið var í greiðslurnar fór til húseigenda með mikinn tekjuafgang. Skoðað eftir tekjuhópum sést að þeir tekjulægstu fá tæp 19% en þeir tekjuhæstu rúm 60. Niðurstaðan er svipuð þegar kemur að almennum afskriftum verðtryggðra lána. Þeir tekjulægstu fengu tæp 22% afskriftana, en þeir tekjuhæstu tæp 57%. Og þegar þetta er skoðað eftir tekjuafgangi sést að fjórðungur afskriftana fór til heimila í greiðsluvanda en heimili með mikinn tekjuafgang fá tæpan þriðjung. „Þegar við skoðum að hversu miklu leyti þetta dregur úr greiðsluvanda, þá eru 110-prósenta-leiðin, sérstaka vaxtaniðurgreiðslan og almenn niðurfærsla á verðtryggðum íbúðalánum, þeim annmörkum háðar að þær skila sér afskaplega illa til þeirra sem eru í greiðsluvanda og hafa því takmörkuð áhrif til lækkunar á hlutfalli fólks í greiðsluvanda," sagði Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum. Velferðarráðherra var viðstaddur kynninguna. Hann segir að niðurstaðan sé ekki áfellisdómur yfir þeim leiðum sem ríkisstjórnin hefur farið til að draga úr skuldsetningu heimilanna. „Nei, aldeilis ekki," sagði Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. „Árið 2008 var skuldavandinn með ákveðnum hætti þrátt fyrir áföllin sem hafa komið í framhaldinu, þá stöndum við í svipaðri stöðu núna." Hann segir að aðgerðunum hafi verið ætlað að taka á skuldavanda, og það hafi tekist. „Og ég held að það sé einmitt mjög mikilvægt í framhaldi af svona umræðu að greina þarna á milli hvað er skuldavandi, og þegar við erum að greina hann og reyna að ná honum niður, þá er oft verið að hjálpa þeim sem eru betur settir umfram þá sem eru með lægri tekjurnar en greiðsluvandinn er hjá þessum tekjulágu og við þurfum að leysa hann með öðrum hætti," sagði Guðbjartur. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn greiðsluvanda komu helst að gagni þeim sem alls ekki voru í slíkum vanda. Þetta er mat hagfræðinga Seðlabankans. Velferðarráðherra tekur fyrir að þetta sé áfellisdómur yfir aðgerðunum. Hagfræðingar Seðlabankans kynntu í dag lokaniðurstöður greiningar á stöðu íslenskra heimila frá ársbyrjun 2007 til ársloka 2010. Þar kom fram að afskriftir vegna 110% leiðarinnar skiptust þannig að tæp 24% þeirra fóru til húseigenda í greiðsluvanda, en nánast sama hlutfall, eða 22%, fór til húseigenda með mikinn tekjuafgang. Árangurinn virðist enn verri þegar litið er til árangurs af sérstakri vaxtaniðurgreiðslu, eins og sjá má á myndrænan hátt í meðfylgjandi myndskeiði. Þar kemur fram að tæp 27% niðurgreislunnar fór til húseigenda í greiðsluvanda, en meira en þriðjungur þeirrar upphæðar sem varið var í greiðslurnar fór til húseigenda með mikinn tekjuafgang. Skoðað eftir tekjuhópum sést að þeir tekjulægstu fá tæp 19% en þeir tekjuhæstu rúm 60. Niðurstaðan er svipuð þegar kemur að almennum afskriftum verðtryggðra lána. Þeir tekjulægstu fengu tæp 22% afskriftana, en þeir tekjuhæstu tæp 57%. Og þegar þetta er skoðað eftir tekjuafgangi sést að fjórðungur afskriftana fór til heimila í greiðsluvanda en heimili með mikinn tekjuafgang fá tæpan þriðjung. „Þegar við skoðum að hversu miklu leyti þetta dregur úr greiðsluvanda, þá eru 110-prósenta-leiðin, sérstaka vaxtaniðurgreiðslan og almenn niðurfærsla á verðtryggðum íbúðalánum, þeim annmörkum háðar að þær skila sér afskaplega illa til þeirra sem eru í greiðsluvanda og hafa því takmörkuð áhrif til lækkunar á hlutfalli fólks í greiðsluvanda," sagði Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum. Velferðarráðherra var viðstaddur kynninguna. Hann segir að niðurstaðan sé ekki áfellisdómur yfir þeim leiðum sem ríkisstjórnin hefur farið til að draga úr skuldsetningu heimilanna. „Nei, aldeilis ekki," sagði Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. „Árið 2008 var skuldavandinn með ákveðnum hætti þrátt fyrir áföllin sem hafa komið í framhaldinu, þá stöndum við í svipaðri stöðu núna." Hann segir að aðgerðunum hafi verið ætlað að taka á skuldavanda, og það hafi tekist. „Og ég held að það sé einmitt mjög mikilvægt í framhaldi af svona umræðu að greina þarna á milli hvað er skuldavandi, og þegar við erum að greina hann og reyna að ná honum niður, þá er oft verið að hjálpa þeim sem eru betur settir umfram þá sem eru með lægri tekjurnar en greiðsluvandinn er hjá þessum tekjulágu og við þurfum að leysa hann með öðrum hætti," sagði Guðbjartur.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira