Fótbolti

Heimir vildi setja Alfreð inn á

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð kátur eftir leik.
Alfreð kátur eftir leik. mynd/vilhelm
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, greindi frá því eftir leikinn gegn Noregi í kvöld að það hefði verið Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari, sem vildi setja Alfreð Finnbogason inn á sem varamann.

Alfreð kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og níu mínútum síðar skoraði hann seinna mark Íslands í 2-0 sigri á Noregi.

„Við sögðum fyrir leikinn að Alfreð gæti komið inn á ef við þyrftum á marki að halda eða þyrftum að breyta einhverju."

„Það var svo Heimir sem þrýsti á mig að setja Alfreð inn á og átti hann stóran þátt í því hversu snemma Alfreð kom inn á. Það reyndist bera góðan árangur," sagði Lagerbäck.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×