Gefa rafmagnsljósunum frí gun@frettabladid.is skrifar 18. desember 2012 12:00 Camerarctica Tónleikarnir enda alltaf á sálminum Í dag er glatt í döprum hjörtum og oftast hljóma síðustu tónarnir um leið og klukkurnar í kirkjunum slá tíu. „Við stofnuðum þennan kammerhóp þegar við komum heim frá námi og á hverju einasta ári höfum við haldið svona kertaljósatónleika. Létum sérútbúa kertastjaka og flytjum þá á milli og gefum rafmagnsljósunum alveg frí. Svo er bara rökkrið kringum áheyrendur og það ríkir mikil stemmning," segir Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari í Camerarctica. Fram undan eru fernir tónleikar í jafnmörgum kirkjum, í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudagskvöld 19. desember, í Kópavogskirkju fimmtudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju föstudagskvöldið 21. desember og í Dómkirkjunni laugardagskvöldið 22. desember. Tónleikarnir eru um klukkustundar langir og hefjast allir klukkan 21. Flytjendur eru auk Hallfríðar flautuleikara þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Rannveig Marta Sarc fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Aðgangseyrir er 2.500 og 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er fyrir börn yngri en tólf ára. „Þetta er 20. árið sem svona tónleikar eru haldnir og nú verðum við með sömu efnisskrá og við byrjuðum með," segir Hallfríður. „Tvær af perlum Mozarts, Klarinettukvintettinn og Flautukvartettinn í D-dúr. Það eru mikil uppáhaldsverk sem hafa fengið að hljóma af og til. Að venju lýkur tónleikunum á Í dag er glatt í döprum hjörtum úr Töfraflautunni og oftast hljóma síðustu tónarnir um leið og klukkurnar í kirkjunum slá tíu. Við höfum fundið mikið þakklæti fyrir að hafa staðið að þessu. Mörgum finnst ómissandi að koma úr miðri ösinni inn í kyrrðina og kertaljósin og hlusta á eitthvað fallegt og friðsælt fyrir jólin." Lífið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
„Við stofnuðum þennan kammerhóp þegar við komum heim frá námi og á hverju einasta ári höfum við haldið svona kertaljósatónleika. Létum sérútbúa kertastjaka og flytjum þá á milli og gefum rafmagnsljósunum alveg frí. Svo er bara rökkrið kringum áheyrendur og það ríkir mikil stemmning," segir Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleikari í Camerarctica. Fram undan eru fernir tónleikar í jafnmörgum kirkjum, í Hafnarfjarðarkirkju miðvikudagskvöld 19. desember, í Kópavogskirkju fimmtudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju föstudagskvöldið 21. desember og í Dómkirkjunni laugardagskvöldið 22. desember. Tónleikarnir eru um klukkustundar langir og hefjast allir klukkan 21. Flytjendur eru auk Hallfríðar flautuleikara þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Rannveig Marta Sarc fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari. Aðgangseyrir er 2.500 og 1.500 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er fyrir börn yngri en tólf ára. „Þetta er 20. árið sem svona tónleikar eru haldnir og nú verðum við með sömu efnisskrá og við byrjuðum með," segir Hallfríður. „Tvær af perlum Mozarts, Klarinettukvintettinn og Flautukvartettinn í D-dúr. Það eru mikil uppáhaldsverk sem hafa fengið að hljóma af og til. Að venju lýkur tónleikunum á Í dag er glatt í döprum hjörtum úr Töfraflautunni og oftast hljóma síðustu tónarnir um leið og klukkurnar í kirkjunum slá tíu. Við höfum fundið mikið þakklæti fyrir að hafa staðið að þessu. Mörgum finnst ómissandi að koma úr miðri ösinni inn í kyrrðina og kertaljósin og hlusta á eitthvað fallegt og friðsælt fyrir jólin."
Lífið Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira