Innlent

Nyrsta hlaup landsins haldið í Grímsey

Norðurheimskautsbaugshlaup TVG-Zimsen var haldið í Grímsey í gær. Er þetta fyrsta almenningshlaupið sem efnt er til í Grímsey.

Aldrei hefur slíkt hlaup verið haldið norðar á Íslandi. Alls tóku fjörutíu hlauparar þátt í hlaupinu.

Tvær vegalengdir voru í boði. Annars vegar einn hringur um eyjuna, sem er tólf kílómetrar, og hins vegar tveir hringir. Þorbergur Ingi Jónsson sigraði í lengri hlaupinu á meðan Stefán Viðar Sigtryggsson fór með sigur úr býtum í styttra hlaupinu.

Einar Eyland, einn af skipuleggjendum hlaupsins sagði að þessi tímamótaviðburður hefði heppnast afar vel og það hefði verið mikil ánægja að meðal íbúa Grímseyjar sem og hlauparana. Stefnt er því að hlaupið verði árlegur viðburður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×