Innlent

Vilja fjölga ferðum Baldurs

Áætlað er að Baldur sigli frá 10. júní til 24. ágúst.
Áætlað er að Baldur sigli frá 10. júní til 24. ágúst. Mynd/óskar p. friðriksson
Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar hvetur bæjarráð Vesturbyggðar til að beita sér fyrir því að ferjan Baldur sigli lengur en til stendur, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.

Áætlað er að Baldur gangi á tímabilinu 10. júní til 24. ágúst.

Nefndarmenn atvinnumálanefndar telja tímabilið of stutt til að ná að svara þeim ferðamannastraumi sem liggur til Vesturbyggðar yfir Breiðafjörð yfir sumartímann.- kh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×