Seldist upp á fyrstu sýningu Ungleiks á þremur dögum Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. október 2012 08:00 Þeir Stefán, Hávarr og Guðbrandur eru hugmyndasmiðir Ungleiks og vonast til að verkefnið festi sig í sessi líkt og Músíktilraunir. Mynd/Valli „Miðað við áhugann er þetta nokkuð sem vantaði," segir hinn nítján ára gamli Stefán Ingvar Vigfússon. Hann á heiðurinn að verkefninu Ungleik ásamt félögum sínum, þeim Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Hávarri Hermóðssyni. Ungleikur er nýstofnaður leikhópur ungs fólks þar sem leikskáldum og leikurum á aldrinum 16 til 25 ára gefst kostur á að koma list sinni á framfæri. Opnunarkvöldið er 6. nóvember næstkomandi í Borgarleikhúsinu og sýna þar 24 leikarar tólf stutt leikverk ungra leikskálda. Miðarnir á opnunarkvöldið seldust upp á þremur dögum og ríkir því mikill áhugi á verkefninu. Stefán fékk hugmyndina að Ungleik þegar hann var í fríi í Austurríki, en sjálfur er hann leikskáld og leikari. Hann fékk þá Guðbrand Loka og Hávarr til liðs við sig, en félagarnir hafa allir verið viðloðandi leiklist á ýmsum vígstöðvum. Þeir hafa mikinn metnað fyrir verkefninu og vona að það nái að festa sig í sessi. „Framtíðarplanið er að Ungleikur verði eins konar hliðstæða við Músíktilraunir þar sem ungt áhugaleiklistarfólk getur sýnt vinnu sína fyrir almenning," segir Stefán og bætir við að hingað til hafi fátt verið í boði fyrir unga leikara og sérstaklega leikskáld. „Fyrst og fremst eru leikhópar skólafélaganna og einstaka hlutverk í bíómyndum í boði fyrir leikara. Það er nánast ekkert fyrir ung leikskáld nema kannski að fá efni eftir sig birt í skólablöðunum." Leikhópurinn á í samstarfi við hátíðina Unglist og Borgarleikhúsið, sem lánar hópnum minni sal leikhússins fyrir opnunarkvöldið. Fyrirhugað er að sýna verkin í framhaldinu í samstarfi við sjálfstæðu leikhúsin. Fyrsta æfing Ungleiks er í dag en strákarnir hafa setið sveittir undanfarna daga við að koma öllu heim og saman. „Það hefur verið mikið púsluspil að finna gott æfingaplan fyrir alla. Nú er leiðindavinnan búin og bara skemmtilegheit fram undan. Það er okkar von að þetta verkefni stuðli að meiri grósku í íslensku leikhúslífi og hvetji ungt fólk til að byrja að skrifa leikrit."Útvaldir í dómnefnd Hávarr, Stefán og Guðbrandur Loki fengu vel valda einstaklinga úr leikhúslífinu til að aðstoða sig við að velja leikverk og leikara fyrir Ungleik. Dómnefnd leikskálda skipuðu þau Andri Snær Magnason, Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir. Dómnefnd leikara skipuðu Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Marteinn Þórsson. Menning Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Sjá meira
„Miðað við áhugann er þetta nokkuð sem vantaði," segir hinn nítján ára gamli Stefán Ingvar Vigfússon. Hann á heiðurinn að verkefninu Ungleik ásamt félögum sínum, þeim Guðbrandi Loka Rúnarssyni og Hávarri Hermóðssyni. Ungleikur er nýstofnaður leikhópur ungs fólks þar sem leikskáldum og leikurum á aldrinum 16 til 25 ára gefst kostur á að koma list sinni á framfæri. Opnunarkvöldið er 6. nóvember næstkomandi í Borgarleikhúsinu og sýna þar 24 leikarar tólf stutt leikverk ungra leikskálda. Miðarnir á opnunarkvöldið seldust upp á þremur dögum og ríkir því mikill áhugi á verkefninu. Stefán fékk hugmyndina að Ungleik þegar hann var í fríi í Austurríki, en sjálfur er hann leikskáld og leikari. Hann fékk þá Guðbrand Loka og Hávarr til liðs við sig, en félagarnir hafa allir verið viðloðandi leiklist á ýmsum vígstöðvum. Þeir hafa mikinn metnað fyrir verkefninu og vona að það nái að festa sig í sessi. „Framtíðarplanið er að Ungleikur verði eins konar hliðstæða við Músíktilraunir þar sem ungt áhugaleiklistarfólk getur sýnt vinnu sína fyrir almenning," segir Stefán og bætir við að hingað til hafi fátt verið í boði fyrir unga leikara og sérstaklega leikskáld. „Fyrst og fremst eru leikhópar skólafélaganna og einstaka hlutverk í bíómyndum í boði fyrir leikara. Það er nánast ekkert fyrir ung leikskáld nema kannski að fá efni eftir sig birt í skólablöðunum." Leikhópurinn á í samstarfi við hátíðina Unglist og Borgarleikhúsið, sem lánar hópnum minni sal leikhússins fyrir opnunarkvöldið. Fyrirhugað er að sýna verkin í framhaldinu í samstarfi við sjálfstæðu leikhúsin. Fyrsta æfing Ungleiks er í dag en strákarnir hafa setið sveittir undanfarna daga við að koma öllu heim og saman. „Það hefur verið mikið púsluspil að finna gott æfingaplan fyrir alla. Nú er leiðindavinnan búin og bara skemmtilegheit fram undan. Það er okkar von að þetta verkefni stuðli að meiri grósku í íslensku leikhúslífi og hvetji ungt fólk til að byrja að skrifa leikrit."Útvaldir í dómnefnd Hávarr, Stefán og Guðbrandur Loki fengu vel valda einstaklinga úr leikhúslífinu til að aðstoða sig við að velja leikverk og leikara fyrir Ungleik. Dómnefnd leikskálda skipuðu þau Andri Snær Magnason, Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir. Dómnefnd leikara skipuðu Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson og Marteinn Þórsson.
Menning Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Sjá meira