Hannes Pétursson hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember 2012 18:30 Hannes Pétursson Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru veitt við hátíðlega athöfn í Álftanesskóla í dag. Hannes Pétursson, ljóðskáld og rithöfundur, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem veitti Hannesi verðlaunin en þau eru veitt á degi íslenskrar tungu. Hannes er eitt helsta skáld þjóðarinnar. Hefur hann sent frá sér fjölda ljóðabóka og annarra verka þar sem oft á tíðum má finna vísanir í menningararf Íslendinga og þjóðlegar hefðir. Hannes fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1931 og var því aðeins 24 ára þegar hann kvaddi sér hljóðs með Kvæðabók sinni sem kom út árið 1955. Ritdómarar og almennir lesendur tóku bókinni með opnum örmum. Mörgum þótti sem annað eins hefði ekki gerst síðan Davíð Stefánsson gaf út Svartar fjaðrir árið 1919. „Þú sameinar svo margt sem þarf að sameina" sagði Steinn Steinarr við Hannes ungan enda hefur hann löngum verið kallaður brúarsmiður í íslenskri ljóðagerð og má það til sanns vegar færa þó sjálfur hafi hann að eigin sögn aldrei unnið markvisst og meðvitað að neinu slíku. Alls hafa fjórar ljóðbækur eftir Hannes verið lagðar fram til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þær eru: Heimkynni við sjó, 36 ljóð, Stund og staðir og Innlönd. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember ár hvert. Í reglum mennta- og menningarmálaráðuneytis um verðlaunin segir að þau beri að veita einstaklingum er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Verðlaunahafi fær í verðlaun 700 þúsund krónur, ritið Íslenska fugla eftir Benedikt Gröndal og skrautritað verðlaunaskjal. Íslandsbanki veitir verðlaunaféð. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru veitt við hátíðlega athöfn í Álftanesskóla í dag. Hannes Pétursson, ljóðskáld og rithöfundur, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem veitti Hannesi verðlaunin en þau eru veitt á degi íslenskrar tungu. Hannes er eitt helsta skáld þjóðarinnar. Hefur hann sent frá sér fjölda ljóðabóka og annarra verka þar sem oft á tíðum má finna vísanir í menningararf Íslendinga og þjóðlegar hefðir. Hannes fæddist á Sauðárkróki 14. desember 1931 og var því aðeins 24 ára þegar hann kvaddi sér hljóðs með Kvæðabók sinni sem kom út árið 1955. Ritdómarar og almennir lesendur tóku bókinni með opnum örmum. Mörgum þótti sem annað eins hefði ekki gerst síðan Davíð Stefánsson gaf út Svartar fjaðrir árið 1919. „Þú sameinar svo margt sem þarf að sameina" sagði Steinn Steinarr við Hannes ungan enda hefur hann löngum verið kallaður brúarsmiður í íslenskri ljóðagerð og má það til sanns vegar færa þó sjálfur hafi hann að eigin sögn aldrei unnið markvisst og meðvitað að neinu slíku. Alls hafa fjórar ljóðbækur eftir Hannes verið lagðar fram til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þær eru: Heimkynni við sjó, 36 ljóð, Stund og staðir og Innlönd. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar eru veitt á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember ár hvert. Í reglum mennta- og menningarmálaráðuneytis um verðlaunin segir að þau beri að veita einstaklingum er hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Verðlaunahafi fær í verðlaun 700 þúsund krónur, ritið Íslenska fugla eftir Benedikt Gröndal og skrautritað verðlaunaskjal. Íslandsbanki veitir verðlaunaféð.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira