Innlent

Þyrlan sækir mann með bráðaofnæmi

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti nú fyrir stundu í Landmannalaugum en þangað fór hún að sækja mann sem er með bráðaofnæmi. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni er læknir á staðnum en maðurinn er ekki talinn vera í bráðri hættu. Hann verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×