Lífið

Dorrit klæddist skrautbúningi frá 1938

Brjóstnælan á búningnum er gömul víravirkisnæla sem Ólafur Ragnar gaf Dorrit.
Brjóstnælan á búningnum er gömul víravirkisnæla sem Ólafur Ragnar gaf Dorrit. Mynd/Stefán Karlsson
Dorrit Moussaieff forsetafrú var að vanda glæsileg þegar eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar Grímsson, var settur í embætti forseta í fimmta sinn á miðvikudaginn.

Dorrit klæddist íslenskum skautbúningi, en samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu var hann saumaður árið 1938 og er því sjötíu og fjögurra ára gamall.

Brjóstnælan á búningnum er gömul víravirkisnæla sem Ólafur Ragnar gaf Dorrit. Fjöldi fólks var viðstaddur embættistökuna og óskaði forsetahjónunum til hamingju.

Á meðal þeirra voru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.