Vill tíu milljónir í skaðabætur - Álíka mál þekkist ekki í heiminum 17. desember 2012 16:14 Úr Héraðsdómi Reykjaness Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag en vitnaleiðslur fóru fram í síðustu viku. Málið snýst í stuttu máli um það að síðastliðið haust birtist úrskurður siðanefndar í máli tveggja lækna, sem Páll flæktist inn í. Í deilu læknanna komu upplýsingarnar úr sjúkraskránni fram og voru þær birtar í blaðinu. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Páls, sagði fyrir dómi að málið væri einstakt og fordæmalaust - álíka mál þekkist ekki hér á landi og í öðrum löndum. „Hann er fórnarlamb alvarlegra mistaka, sem felst í því að viðkvæmar persónuupplýsingar um hann voru birtar opinberlega. Eina sem stefnandi (Páll) gerði var að leita sér læknisaðstoðar vegna meiðsla hann hafði orðið fyrir - en hann situr hinsvegar uppi með uppi með það að upplýsingar um hann eru á hvers manns vitorði," sagði Sigurður Kári. Í úrskurðinum kom nafn hans ekki fram en Sigurður Kári sagði fyrir dómara í dag, að þar hefði komið fram tiltekið óhapp sem hann varð fyrir, að tiltekið bein hafi brotnað og að óhappið hafi orðið á litlum þéttbýlisstað á Austurlandi. „Þegar allar þessar upplýsingar koma saman geta allir þeir sem þekkja hann gefið sér um hvern var að ræða." Sjálfur frétti Páll ekki af málinu fyrr en hann fékk ábendingu um að fjallað væri um úrskurðinn á vef Pressunnar. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskránni í blaðinu - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Sigurður Kári sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám væru líklega viðkvæmustu upplýsingar sem til eru. „Þær finnast ekki persónulegri, þær geyma heilsufarssögu fólks frá vöggu til grafar," sagði hann. Þá kom fram að birtingin í blaðinu hafi haft mikil áhrif á hann sjálfur myndi Páll lýsa því þannig að líf sitt væri í rúst, málið myndi hvíla á sér eins og mara. Þá myndi hann ekki treysta sér til að leita læknsiaðstoðar af ótta við það að sagan myndi endurtaka sig, og myndi ekki treysta sér til að fara í sjávarplássið á Austurlandi, þar sem honum finnist hann hafa verið gerður útlægur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Læknafélagsins og ritstjóra Læknablaðsins, sagði meðal annars fyrir dómi að ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað. Það hafi ekki verið ásetningur að birta upplýsingarnar í blaðinu. „Siðanefndinni er mjög umhugað um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins," sagði hún og benti á að Páll hafi verið beðinn afsökunar eins fljótt og hægt var, eftir að mistökin uppgötvuðust. Lögmaðurinn sagði að Páll hafi sjálfur haft samband við fjölmiðla, undir nafni og mynd, þar sem hann sagði að umræddur úrskurður ætti við um sig. Sigurður Kári sagði að sá rökstuðningur Læknafélagsins og ritstjóra blaðsins væri „ótrúlega ófyrirleitin" - hann væri ekki sökudólgurinn í málinu. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Páll Sverrisson, sem hefur höfðað mál á hendur Læknafélagi Íslands og ritstjóra Læknablaðsins, vill tíu milljónir í skaðabætur eftir að upplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust í blaðinu. Aðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag en vitnaleiðslur fóru fram í síðustu viku. Málið snýst í stuttu máli um það að síðastliðið haust birtist úrskurður siðanefndar í máli tveggja lækna, sem Páll flæktist inn í. Í deilu læknanna komu upplýsingarnar úr sjúkraskránni fram og voru þær birtar í blaðinu. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Páls, sagði fyrir dómi að málið væri einstakt og fordæmalaust - álíka mál þekkist ekki hér á landi og í öðrum löndum. „Hann er fórnarlamb alvarlegra mistaka, sem felst í því að viðkvæmar persónuupplýsingar um hann voru birtar opinberlega. Eina sem stefnandi (Páll) gerði var að leita sér læknisaðstoðar vegna meiðsla hann hafði orðið fyrir - en hann situr hinsvegar uppi með uppi með það að upplýsingar um hann eru á hvers manns vitorði," sagði Sigurður Kári. Í úrskurðinum kom nafn hans ekki fram en Sigurður Kári sagði fyrir dómara í dag, að þar hefði komið fram tiltekið óhapp sem hann varð fyrir, að tiltekið bein hafi brotnað og að óhappið hafi orðið á litlum þéttbýlisstað á Austurlandi. „Þegar allar þessar upplýsingar koma saman geta allir þeir sem þekkja hann gefið sér um hvern var að ræða." Sjálfur frétti Páll ekki af málinu fyrr en hann fékk ábendingu um að fjallað væri um úrskurðinn á vef Pressunnar. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskránni í blaðinu - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Sigurður Kári sagði að upplýsingar úr sjúkraskrám væru líklega viðkvæmustu upplýsingar sem til eru. „Þær finnast ekki persónulegri, þær geyma heilsufarssögu fólks frá vöggu til grafar," sagði hann. Þá kom fram að birtingin í blaðinu hafi haft mikil áhrif á hann sjálfur myndi Páll lýsa því þannig að líf sitt væri í rúst, málið myndi hvíla á sér eins og mara. Þá myndi hann ekki treysta sér til að leita læknsiaðstoðar af ótta við það að sagan myndi endurtaka sig, og myndi ekki treysta sér til að fara í sjávarplássið á Austurlandi, þar sem honum finnist hann hafa verið gerður útlægur. Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður Læknafélagsins og ritstjóra Læknablaðsins, sagði meðal annars fyrir dómi að ljóst væri að mistök hefðu átt sér stað. Það hafi ekki verið ásetningur að birta upplýsingarnar í blaðinu. „Siðanefndinni er mjög umhugað um skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins," sagði hún og benti á að Páll hafi verið beðinn afsökunar eins fljótt og hægt var, eftir að mistökin uppgötvuðust. Lögmaðurinn sagði að Páll hafi sjálfur haft samband við fjölmiðla, undir nafni og mynd, þar sem hann sagði að umræddur úrskurður ætti við um sig. Sigurður Kári sagði að sá rökstuðningur Læknafélagsins og ritstjóra blaðsins væri „ótrúlega ófyrirleitin" - hann væri ekki sökudólgurinn í málinu.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira