Legend rýkur upp listana vestanhafs 7. desember 2012 17:30 Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í flokki raftónlistar í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum. Þessi velgengni hefur ekki farið framhjá dreifingaraðilum. Plöturisinn HMV, sem rekur 120 verslanir í Kanada, hefur ákveðið að selja plötuna í öllum sínum verslunum í landinu. Þá hefur eitt stærsta dreifingarfyrirtæki Ítalíu, Audioglobe, tekið plötuna upp á sína arma og valið hana sem bestu plötu ársins. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Fearless er fyrsta plata sveitarinnar og skartar hún kraftmikilli elektrónískri rokktónlist. "Hún minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata," sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins í fjögurra stjörnu dómi um Fearless. Vísir frumsýndi nýtt myndband sveitarinnar við lagið City fyrir skemmstu en því leikstýrði Krummi sjálfur. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan. Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ný plata sveitarinnar Legend, með Krumma Björgvinsson, fremstan í flokki, rýkur upp sölulista iTunes vestanhafs. Fór inn á topp 20 í flokki raftónlistar í Kanada á nokkrum dögum og er að nálgast topp 100 í Bandaríkjunum. Þessi velgengni hefur ekki farið framhjá dreifingaraðilum. Plöturisinn HMV, sem rekur 120 verslanir í Kanada, hefur ákveðið að selja plötuna í öllum sínum verslunum í landinu. Þá hefur eitt stærsta dreifingarfyrirtæki Ítalíu, Audioglobe, tekið plötuna upp á sína arma og valið hana sem bestu plötu ársins. Hljómsveitin Legend er skipuð Krumma Björgvins og Halldóri Ágústi Björnssyni. Fearless er fyrsta plata sveitarinnar og skartar hún kraftmikilli elektrónískri rokktónlist. "Hún minnir á listamenn eins og Nine Inch Nails og Depeche Mode. Það mætti kannski staðsetja hana einhvers staðar á milli þessara tveggja sveita, hún er dekkri og kraftmeiri heldur en þetta dæmigerða Depeche Mode-lag, en léttari en flest sem NiN hafa gert. Þó að tónlistin á Fearless minni mikið á þessar gömlu sveitir þá hefur hún samt líka sín eigin sérkenni. Og hún kemur fersk inn í íslenska tónlistarflóru ársins 2012. Eins og skrattinn úr sauðarleggnum – á heildina litið frábær plata," sagði gagnrýnandi Fréttablaðsins í fjögurra stjörnu dómi um Fearless. Vísir frumsýndi nýtt myndband sveitarinnar við lagið City fyrir skemmstu en því leikstýrði Krummi sjálfur. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir ofan.
Tónlist Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira