Innlent

Vilja kanna niðurgreiðslur óhefðbundinna lækninga

Græðarar notast við óhefðbundnar aðferðir við að lækna fólk.  Þingmennirnir vilja kanna hvort ástæða sé til að niðurgreiða.
Græðarar notast við óhefðbundnar aðferðir við að lækna fólk. Þingmennirnir vilja kanna hvort ástæða sé til að niðurgreiða.
Þingmennirnir Guðrún Erlingsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Bjarkey Gunnarsdóttir, varaþingmaður Vg í Norðausturkjördæmi og Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, hafa lagt fram þingsályktunartillögu sem miðar að því að greiða niður það sem heitir heildrænar meðferðir græðara.

Þingmennirnir vilja að Alþingi álykti að fela velferðarráðherra að skipa starfshóp sem kanni hvort niðurgreiða skuli heildrænar meðferðir græðara til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu og/eða undanþiggja þær greiðslu virðisaukaskatts.

Í starfshópnum verði einn fulltrúi frá hverjum eftirtalinna: Bandalagi íslenskra græðara, embætti landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands, ríkisskattstjóra og velferðarráðuneyti og verði sá síðasttaldi jafnframt formaður starfshópsins. Hópurinn skili niðurstöðu til velferðarráðherra fyrir árslok 2013.

Flutningsmenn tillögunnar telja ástæðu til að kannað verði með heildstæðum hætti hvort rétt sé að Sjúkratryggingar Íslands komi að niðurgreiðslu heildrænna meðferða til jafns við aðra heilbrigðisþjónustu og þá á hvaða hátt það verði gert, með sérstökum samningum við Sjúkratryggingar Íslands eða á grundvelli lagabreytinga sem veiti græðurum með viðurkennda menntun að baki samsvarandi stöðu og aðrar heilbrigðisstéttir.

Í Bandalagi íslenskra græðara eru meðal annars félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara, heilsu og lithimnufræðafélagið, Organon, fagfélag hómópata og Svæðameðferðafélag Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×