Fyrsta sýnishorn úr Fölskum fugli 1. nóvember 2012 14:25 Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Falskur fugl. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 en Jón Atli Jónasson skrifar handritið. Þór Ómar Jónsson leikstýrir myndinni. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen. Falskur fugl fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn ungi Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið en í myndinni leika einnig fleiri ungir leikarar sem Þór Ómar leikstjóri segir hafa staðið sig vel. "Krakkahópurinn var alveg lygilega flottur og góður. Þetta eru allt, þannig séð, óreyndir krakkar." Myndin skartar einnig mörgum þaulvönum og þekktum leikurum. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra Arnaldar en einnig koma við sögu Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger, Þorsteinn Bachmann, Þór Túliníus, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Ísak Hinriksson og Kristján Hafþórsson. Tónlist er í höndum Péturs Jökuls Jónassonar. Tökum á Fölskum fugli lauk í apríl í vor en myndin verður frumsýnd í byrjun árs 2013. Hér fyrir ofan er hægt að sjá sýnishornið og fletta myndum af tökustað. Einnig er hægt að fylgjast með Fölskum fugli hér á Facebook. Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn úr kvikmyndinni Falskur fugl. Myndin er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar sem kom út árið 1997 en Jón Atli Jónasson skrifar handritið. Þór Ómar Jónsson leikstýrir myndinni. Kvikmyndatökumaður er Christoph Nicolaisen. Falskur fugl fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem býr hjá vel stæðum foreldrum sínum. Hann er bæði myndarlegur og gáfaður en leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Hinn ungi Styr Júlíusson fer með aðalhlutverkið en í myndinni leika einnig fleiri ungir leikarar sem Þór Ómar leikstjóri segir hafa staðið sig vel. "Krakkahópurinn var alveg lygilega flottur og góður. Þetta eru allt, þannig séð, óreyndir krakkar." Myndin skartar einnig mörgum þaulvönum og þekktum leikurum. Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir leika foreldra Arnaldar en einnig koma við sögu Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger, Þorsteinn Bachmann, Þór Túliníus, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Ísak Hinriksson og Kristján Hafþórsson. Tónlist er í höndum Péturs Jökuls Jónassonar. Tökum á Fölskum fugli lauk í apríl í vor en myndin verður frumsýnd í byrjun árs 2013. Hér fyrir ofan er hægt að sjá sýnishornið og fletta myndum af tökustað. Einnig er hægt að fylgjast með Fölskum fugli hér á Facebook.
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira