Erótíska bylgjan heldur áfram 5. nóvember 2012 15:13 Sylvia Day Bylgja erótískra bókmennta, sem bækur á borð við 50 gráa skugga hafa hrundið af stað, heldur áfram undir merkjum Crossfire-bálksins eftir bandaríska höfundinn Sylviu Day. Day hefur gefið út þrjár bækur í Crossfire-þríleiknum, sem eiga það sameiginlegt með 50 gráum skuggum að fjalla um samskipti hrjáðs auðmanns og fagurrar konu og er barmafull af bersöglum kynlífslýsingum. Fyrsta bókin, Bared to You, sló í gegn þegar hún kom út í apríl. Day gaf hana sjálf út en útgáfurisinn var fljótur að tryggja sér útgáfuréttinn og hefur engin bók í sögu forlagsins selst jafn hratt í Bretlandi. Önnur bókin, Reflected in You, sem kom út í rafútgáfu í byrjun október, seldist í 286 þúsund eintökum í Bandaríkjunum fyrstu vikuna eftir útgáfu og hefur trónað á toppi breska Amazonlistans nær allan mánuðinn. Bókin kom út í kilju í Bretlandi 23. október og seldist í tæplega 83 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Aðeins tvær kiljur hafa selst í fleiri eintökum á einni viku í Bretlandi; Casual Vacancy eftir J.K. Rowling og Týnda táknið eftir Dan Brown. Day á þó nokkuð í land með að ná sölutölum E.L. James en skuggabálkur hennar hefur selst í tugum milljóna. Þriðja bókin í Crossfire-bálkinum, Entwined in You, er væntanleg á næsta ári. Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bylgja erótískra bókmennta, sem bækur á borð við 50 gráa skugga hafa hrundið af stað, heldur áfram undir merkjum Crossfire-bálksins eftir bandaríska höfundinn Sylviu Day. Day hefur gefið út þrjár bækur í Crossfire-þríleiknum, sem eiga það sameiginlegt með 50 gráum skuggum að fjalla um samskipti hrjáðs auðmanns og fagurrar konu og er barmafull af bersöglum kynlífslýsingum. Fyrsta bókin, Bared to You, sló í gegn þegar hún kom út í apríl. Day gaf hana sjálf út en útgáfurisinn var fljótur að tryggja sér útgáfuréttinn og hefur engin bók í sögu forlagsins selst jafn hratt í Bretlandi. Önnur bókin, Reflected in You, sem kom út í rafútgáfu í byrjun október, seldist í 286 þúsund eintökum í Bandaríkjunum fyrstu vikuna eftir útgáfu og hefur trónað á toppi breska Amazonlistans nær allan mánuðinn. Bókin kom út í kilju í Bretlandi 23. október og seldist í tæplega 83 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Aðeins tvær kiljur hafa selst í fleiri eintökum á einni viku í Bretlandi; Casual Vacancy eftir J.K. Rowling og Týnda táknið eftir Dan Brown. Day á þó nokkuð í land með að ná sölutölum E.L. James en skuggabálkur hennar hefur selst í tugum milljóna. Þriðja bókin í Crossfire-bálkinum, Entwined in You, er væntanleg á næsta ári.
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira