Lífið

Haraldur fór huldu höfði

Haraldur og Unnar á sviðinu um helgina. Mynd/Silja Magg
Haraldur og Unnar á sviðinu um helgina. Mynd/Silja Magg
Haraldur Ari Stefánsson steig óvænt á svið með hljómsveitinni Retro Stefson í Hörpunni á Airwaves-hátíðinni á laugardaginn. Haraldur tók sér frí frá sveitinni til að einbeita sér að leiklistarnámi í London en kom áhorfendum í opna skjöldu þegar hann birtist í þriðja lagi Retro Stefson á tónleikunum.

Hann kom þó ekki bara áhorfendum á óvart því enginn meðlimur hljómsveitarinnar, fyrir utan söngvarann Unnstein Manuel Stefánsson, vissi af komu hans til Íslands. Haraldur hafði komið til landsins deginum áður og fór algjörlega huldu höfði þangað til hann skaut upp kollinum á tónleikunum. Skipt var um lagalista um leið og Haraldur mætti á sviðið, sem kom hljómsveitinni einnig í opna skjöldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×