Sport

Giants og Tigers mætast í World Series

Leikmenn Giants fagna í nótt.
Leikmenn Giants fagna í nótt.
Það verða San Francisco Giants og Detroit Tigers sem bítast um bandaríska meistaratitilinn í hafnabolta í ár.

Detroit var löngu búið að tryggja sér sæti í úrslitarimmunni, sem kallast World Series, eftir að hafa sópað stórliði New York Yankees í frí.

Giants þurfti aftur á móti að mæta meisturum síðasta árs, St. Louis Cardinals, í oddaleik í gær. Giants lenti 3-1 undir í rimmunni en kom til baka og fullkomnaði endurkomuna með ótrúlegum 9-0 sigri í nótt.

Varð allt vitlaust í San Francisco og munu fagnaðarlætin eflaust halda eitthvað áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×