Erlent

Múslímskir harðlínumenn leiða uppreisnarmenn

Frá Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands.
Frá Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands. MYND/AFP
Talið er að hópur múslímskra harðlínumanna hafi leitt árás uppreisnarmanna á herstöð við stórborgina Aleppo í norðurhluta Sýrlands í gær.

Uppreisnarmenn í Sýrlandi fullyrða að mennirnir tilheyri hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Myndband sem tekið var í herstöðinni sýnir grímuklædda menn, vopnaða hríðskotabyssum og sprengjuvörpum.

Óttast er að öfgamenn sjái tækifæri í þeim glundroða sem nú ríkir í Sýrlandi. Þá hafa borist fregnir af því að hryðjuverasamtök hafi tekið höndum saman við uppreisnarmenn og aðstoðað í baráttunni gegn ríkisstjórn Bashar al-Assads.

Sem fyrr er víða barist í Sýrlandi. Allt stefnir í að október verði einn blóðugasti mánuðurinn frá því að stjórnarbyltingin hófst í mars í fyrra.

Samkvæmt tölum uppreisnarmanna hafa 32 þúsund manns farist í átökum stríðandi fylkinga í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×