Sport

Þjálfari Colts með hvítblæði

NFL-lið Indianapolis Colts hefur orðið fyrir miklu áfalli því þjálfari liðsins, Chuck Pagano, hefur verið greindur með hvítblæði og verður frá leik og keppni næstu tvo mánuðina.

Pagano mun gangast undir meðferð á spítala í Indianapolis og hann sleppur ekki þaðan fyrr en eftir tvo mánuði hið fyrsta.

Sóknarþjálfari liðsins, Bruce Arians, mun leysa hann af hólmi.

Hinn 51 árs gamli Pagano er á sínu fyrsta ári með Colts en hann var áður varnarþjálfari hjá Baltimore Ravens.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×