Lífið

Sífelldar skiptingar

Bardagakappinn Gunnar Nelson keppir sinn fyrsta bardaga í The Ultimate Fighting Championships í lok mánaðarins.

Æfingar Gunnars ganga vel en ekki er sömu sögu að segja um andstæðinga hans. Upphaflega átti Gunnar að mæta Þjóðverjanum Pascal Krauss sem meiddist á laugardaginn og þurfti því að segja sig frá keppni.

Á sunnudaginn varð ljóst að í staðinn myndi Gunnar mæta Rich Attonio frá Bandaríkjunum. Hann sagði sig svo úr keppninni á mánudaginn.

Ástæða brotthvarfsins liggur ekki fyrir en nú er ljóst að Gunnar mætir reynsluboltanum DaMarques Johnson sem á að baki 30 bardaga, eða þrefalt fleiri en Gunnar.

Ekki skal segja hvort andstæðingarnir hræðist einfaldlega að mæta Gunnari en sjálfur ku bardagakappinn vera pollrólegur yfir breytingunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×