Innlent

Þrír karlmenn reyndu að lokka níu ára gamalt barn upp í bíl til sín

Þrír karlmenn reyndu að lokka níu ára gamalt barn upp í bíl til sín í grennd við Kelduskóla í Grafarvogi um klukkan tvö í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið í rannsókn en ekki er vitað hverjir voru þarna á ferð. Varðstjóri hjá lögreglu segir að talið sé að mennirnir hafi verið á grárri fólksbifreið. Barnið brást hárrétt við og forðaði sér um leið. Foreldrum í Kelduskóla var sendur tölvupóstur í dag þar sem þeir voru látnir vita af atvikinu. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×