Innlent

Tryggvi Þór vill áfram vera á Alþingi

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í norðaustur kjördæmi, ætlar líklega að sækjast eftir endurkjöri. Greint er frá þessu í norðlenska fréttablaðinu Vikudagur.

Þar er haft eftir Tryggva Þór að hann telji mörg mál bíða úrlausnar á næstu fjórum árum. Hann nefnir efnahagsmálin í því samhengi.

Nauðsynlegt sé að ráðast í vegaframkvæmdir sem setið hafa á hakanum allt of lengi. Þá telur Tryggvi að atvinnumálin verði honum hugleikin sem og stjórnun fisksveiða.

Sjálfstæðisflokkurinn er með tvo þingmenn í norðaustur kjördæmi. Þeir eru Tryggvi Þór og Kristján Þór Júlíusson. Tryggvi hefur setið á Alþingi í eitt kjörtímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×