Innlent

Ráðhúsinu breytt í Lególand

Mynd/Heimasíða Reykjavíkurborgar
Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Vetrarhátíð sem sett verður fimmtudaginn 9. febrúar næstkomandi. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að nú sé í fullum gangi undirbúningur að því að breyta Tjarnarsal Ráðhússins í undraheima Legó. Þar gefst gestum og gangandi „tækifæri á að sýsla með tannhjól, mótora og fleira og boðið verður upp á aðstoð við að skapa eigin módel."

Borgarbúar eru hvattir til að gefa ímyndunaraflinu og sköpunargáfunni lausan tauminn. Undraheimur Legó opnar á föstudaginn 10. febrúar klukkan 10 og stendur til klukkan 17. Á laugardag og sunnudag verður opið frá kl. 13-17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×