Innlent

Eldsneytisþjófur ók á tvo bíla og stakk af

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Eigandi vörubifreiðar á Ártúnshöfða kom að manni sem var að stela díselolíu af eldsneytistanki bifreiðarinnar. Þegar þjófurinn varð eigandans var kom styggð að honum og flúði hann af vettvangi. Áður en hann komst í burtu hafði hann þó afrekað að bakka utan í vörubílinn og rekast síðan á jeppabifreið sem var á stæðinu.

Lögregla hefur nú fengið greinargóða lýsingu á þjófnum og bifreiðinni sem hann ók og er hans nú leitað. Talið er að hann komist á brott með fimmtíu til hundrað lítra af olíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×