Lífið

Sjáðu myndirnar sem Ben Stiller tekur á Íslandi

myndir/instagram og 365 miðlar
Ben Stiller Hollywoodstjarna leitar að hentugum tökustað fyrir væntanlega kvikmynd hér á landi um þessar mundir ásamt starfsfólki True North. Ben er duglegur að mynda nánast allt sem verður á vegi hans sem hann birtir síðan á Instagram-myndasíðunni sinni. Eins og sjá má í myndasafni myndaði Ben meðal annars kort og flugvél hjá Erni flugfélagi.

"Possible location for the movie... must not fall off edge though,"skrifaði stjarnan við eina af myndunum sem þýðist lauslega á íslensku: "Mögulegur tökustaður fyrir myndina... má samt ekki detta af syllunni."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×