Sport

Jakob Jóhann biðst afsökunar á ummælum sínum eftir sundið í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson eftir sundið í gær.
Jakob Jóhann Sveinsson eftir sundið í gær. Mynd/Valli
Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem að hann biðst afsökunar á ummælum sínum við fjölmiða eftir 100 metra bringusundið á Ólympíuleikunum í London í gær.

Jakob Jóhann var langt frá sínu besta í gær og því mjög svekktur eftir sundið og það var ekki hægt að lesa annað út úr orðum hans að hann væri ósáttur með þjálfun sína í aðdraganda mótsins. Jakob þvertekur hinsvegar fyrir allt slíkt í yfirlýsingu sinni í dag.

Hér að neðan má lesa yfirlýsingu frá Jakobi Jóhanni Sveinssyni, sundmanni:

Eftir sund mitt í gær fór ég beint í viðtal við íslenska fjölmiðla, ég var mjög svekktur eftir það sund enda árangur langt undir væntingum. Af ummælum mínum mátti skilja að ég hafi verið að gagnrýna þjálfarann minn og þjálfunaraðferðir hans síðastliðið ár. Ummælin voru sögð í hita augnabliksins og vil ég biðjast afsökunar á þeim.

Ég er stoltur að því að keppa á Ólympíuleikunum í London fyrir hönd Íslands og mun leggja mig allan fram á næstu dögum bæði í minni eigin keppni og við að styðja við bakið á liðsfélögum mínum í hvaða íþróttagrein sem þeir keppa í.

Virðingarfyllst

Jakob Jóhann Sveinsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×