Fótbolti

Enn leggja Ítalir Þjóðverja að velli á stórmóti | Myndasyrpa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Balotelli fagnar síðara marki sínu í kvöld.
Balotelli fagnar síðara marki sínu í kvöld. Nordicphotos/AFP
Þýska karlalandsliðinu í knattspyrnu hafði ekki tekist að leggja Ítali að velli á stórmóti fyrir viðureign sína gegn Ítölum í kvöld. Á því varð engin breyting og Ítalir tryggðus sér sæti í úrslitaleiknum gegn Spánverjum á sunnudag.

Mario Balotelli skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Ítalir leiddu í hálfleik. Mesut Özil minnkaði muninn fyrir þá þýsku með marki úr vítaspyrnu í viðbótartíma en markið kom of seint.

Ítalir fögnuðu sigrinum í Varsjá vel og innilega en vonbrigði Þjóðverja voru að sama skapi mikil. Myndir frá atburðarásinni og stuðningsmönnum í heimalandinu má sjá í myndasyrpunni hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Balotelli skoraði tvívegis og Ítalir komnir í úrslit

Ítalir eru komnir í úrslit á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu en liðið lagði Þjóðverja að velli 2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá í kvöld. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í fyrri hálfleik en Mesut Özil minnkaði muninn í viðbótartíma úr vítaspyrnu.

Balotelli: Skoraði mörkin fyrir mömmu

Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala sem tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með 2-1 sigri á Þjóðverjum í Varsjá í kvöld. Hann tileinkaði mörkin aldraðri móður sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×