Balotelli: Skoraði mörkin fyrir mömmu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 22:12 Balotelli fagnar ásamt De Rossi og félögum sínum. Nordicphotos/Getty Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala sem tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með 2-1 sigri á Þjóðverjum í Varsjá í kvöld. Hann tileinkaði mörkin aldraðri móður sinni. „Í leikslok fór ég til móður minnar, það var besta stundin. Ég sagði henni að ég hefði skorað þessi mörk fyrir hana," sagði Balotelli en sigurinn í kvöld hafði greinilega mikla þýðingu fyrir ítalska framherjann. „Ég hef beðið eftir þessari stund lengi, sérstaklega þar sem móðir mín er orðin öldruð og getur ekki ferðast langt. Ég varð að gleðja hana fyrst hún lagði þetta ferðalag á sig. Faðir minn verður mættur á úrslitaleikinn í Kænugarði," sagði Balotelli en móðir hans var ekki sú eina sem var mætt til Varsjár. „Fyrir leikinn voru móðir mín, bræður mínir, mágkona mín og besti vinur öll við hliðarlínuna. Að hafa mitt nánasta fólk á staðnum kveikti auðvitað í mér," sagði Balotelli sem fagnaði síðar marki sínu með tilþrifum. Hann reif sig úr að ofan og sýndi upphandsleggsvöðva sína. Balotelli uppskar áminningu fyrir vikið. „Þeir urðu ekki reiðir vegna þess að ég fékk áminningu fyrir að fara úr treyjunni. Þeir sáu hins vegar líkamsbyggingu mína og urðu öfundsjúkir," sagði Balotelli sem hlakkar til úrslitaleiksins gegn Spánverjum. „Þetta var stórkostlegasta kvöld lífs míns hingað til. Vonandi verður sunnudagurinn enn betri," sagði Balotelli. Tengdar fréttir Balotelli skoraði tvívegis og Ítalir komnir í úrslit Ítalir eru komnir í úrslit á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu en liðið lagði Þjóðverja að velli 2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá í kvöld. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í fyrri hálfleik en Mesut Özil minnkaði muninn í viðbótartíma úr vítaspyrnu. 28. júní 2012 14:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala sem tryggðu sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins með 2-1 sigri á Þjóðverjum í Varsjá í kvöld. Hann tileinkaði mörkin aldraðri móður sinni. „Í leikslok fór ég til móður minnar, það var besta stundin. Ég sagði henni að ég hefði skorað þessi mörk fyrir hana," sagði Balotelli en sigurinn í kvöld hafði greinilega mikla þýðingu fyrir ítalska framherjann. „Ég hef beðið eftir þessari stund lengi, sérstaklega þar sem móðir mín er orðin öldruð og getur ekki ferðast langt. Ég varð að gleðja hana fyrst hún lagði þetta ferðalag á sig. Faðir minn verður mættur á úrslitaleikinn í Kænugarði," sagði Balotelli en móðir hans var ekki sú eina sem var mætt til Varsjár. „Fyrir leikinn voru móðir mín, bræður mínir, mágkona mín og besti vinur öll við hliðarlínuna. Að hafa mitt nánasta fólk á staðnum kveikti auðvitað í mér," sagði Balotelli sem fagnaði síðar marki sínu með tilþrifum. Hann reif sig úr að ofan og sýndi upphandsleggsvöðva sína. Balotelli uppskar áminningu fyrir vikið. „Þeir urðu ekki reiðir vegna þess að ég fékk áminningu fyrir að fara úr treyjunni. Þeir sáu hins vegar líkamsbyggingu mína og urðu öfundsjúkir," sagði Balotelli sem hlakkar til úrslitaleiksins gegn Spánverjum. „Þetta var stórkostlegasta kvöld lífs míns hingað til. Vonandi verður sunnudagurinn enn betri," sagði Balotelli.
Tengdar fréttir Balotelli skoraði tvívegis og Ítalir komnir í úrslit Ítalir eru komnir í úrslit á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu en liðið lagði Þjóðverja að velli 2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá í kvöld. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í fyrri hálfleik en Mesut Özil minnkaði muninn í viðbótartíma úr vítaspyrnu. 28. júní 2012 14:30 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Balotelli skoraði tvívegis og Ítalir komnir í úrslit Ítalir eru komnir í úrslit á Evrópumóti karlalandsliða í knattspyrnu en liðið lagði Þjóðverja að velli 2-1 í undanúrslitaleiknum í Varsjá í kvöld. Mario Balotelli skoraði bæði mörk Ítala í fyrri hálfleik en Mesut Özil minnkaði muninn í viðbótartíma úr vítaspyrnu. 28. júní 2012 14:30