Englendingar í góðum málum | Svíar úr leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 10:18 Nordicphotos/AFP Theo Walcott og Danny Welbeck voru hetjur Englendinga er liðið lagði Svía 3-2 í D-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu í Kænugarði í kvöld. Eftir tapið eru vonir Svía um sæti í átta liða úrslitunum úti. Andy Carroll, leikmaður Liverpool, kom Englandi yfir um miðjan fyrri hálfleik. Þá skallaði hann fyrirgjöf liðsfélaga síns Steven Gerrard í netið og þakkaði með því Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands, traustið. Englendingar leiddu í hálfleik og í góðum málum. Svíar komu mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og voru á augabragði komnir með forystu. Í bæði skiptin var Olof Mellberg, varnartröll sænska liðsins, á ferðinni þótt fyrr markið verði mögulega skráð sem sjálfsmark á Glen Johnson. Enginn vafi var á hver átti síðara markið en Mellberg var þá á auðum sjó í teignum og skallaði aukaspyrnu Kim Källström í netið. Hodgson skipti í kjölfarið Theo Walcott inn á fyrir James Milner og sú skipting átti eftir að skila sér. Á 64. mínútu fékk Walcott boltann fyrir utan teiginn, lét vaða og í netinu hafnaði knötturinn. Andreas Isaksson, markvörður Svía, leitt ekki vel út í markinu en endursýningar bentu til þess að boltinn hefði haft viðkomu í varnarmanni Svía. Walcott var svo aftur á ferðinni stundarfjórðung síðar. Þá átti hann frábæran sprett upp að endalínu inni á vítateig Svía og sendi fyrir. Þangað var Danny Welbeck mættur og stýrði knettinum glæsilega í fjærhornið. Englendingar fengu gott færi undir lokin til að bæta við marki en Isaksson varði skot Gerrard af stuttu færi vel. Englendingar eru í góðum málum með fjögur stig úr tveimur leikjum. Svíar eru hins vegar stigalausir og eiga ekki lengur möguleika á að komast upp úr riðlinum. Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Sjá meira
Theo Walcott og Danny Welbeck voru hetjur Englendinga er liðið lagði Svía 3-2 í D-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu í Kænugarði í kvöld. Eftir tapið eru vonir Svía um sæti í átta liða úrslitunum úti. Andy Carroll, leikmaður Liverpool, kom Englandi yfir um miðjan fyrri hálfleik. Þá skallaði hann fyrirgjöf liðsfélaga síns Steven Gerrard í netið og þakkaði með því Roy Hodgson, landsliðsþjálfara Englands, traustið. Englendingar leiddu í hálfleik og í góðum málum. Svíar komu mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og voru á augabragði komnir með forystu. Í bæði skiptin var Olof Mellberg, varnartröll sænska liðsins, á ferðinni þótt fyrr markið verði mögulega skráð sem sjálfsmark á Glen Johnson. Enginn vafi var á hver átti síðara markið en Mellberg var þá á auðum sjó í teignum og skallaði aukaspyrnu Kim Källström í netið. Hodgson skipti í kjölfarið Theo Walcott inn á fyrir James Milner og sú skipting átti eftir að skila sér. Á 64. mínútu fékk Walcott boltann fyrir utan teiginn, lét vaða og í netinu hafnaði knötturinn. Andreas Isaksson, markvörður Svía, leitt ekki vel út í markinu en endursýningar bentu til þess að boltinn hefði haft viðkomu í varnarmanni Svía. Walcott var svo aftur á ferðinni stundarfjórðung síðar. Þá átti hann frábæran sprett upp að endalínu inni á vítateig Svía og sendi fyrir. Þangað var Danny Welbeck mættur og stýrði knettinum glæsilega í fjærhornið. Englendingar fengu gott færi undir lokin til að bæta við marki en Isaksson varði skot Gerrard af stuttu færi vel. Englendingar eru í góðum málum með fjögur stig úr tveimur leikjum. Svíar eru hins vegar stigalausir og eiga ekki lengur möguleika á að komast upp úr riðlinum.
Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Sjá meira