Enski boltinn

Norwich lagði meðvitundarlaust lið Man. Utd

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Man. Utd mistókst að hrifsa toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar aftur til sín í dag. Liðið tapaði þá mjög óvænt á útivelli gegn Norwich, 1-0.

Það var Anthony Pilkington sem skoraði eina mark leiksins með stórkostlegum skalla í seinni hálfleik.

Leikmenn Man. Utd voru arfaslakir í dag og nákvæmlega ekkert að gerast í leik liðsins. Javier Hernandez fékk tækifæri í liðinu en nýtti það illa og liðið saknaði þess utan Wayne Rooney.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×