Lars Lagerbäck: Malouda og Ribery réðu úrslitum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2012 22:15 Mynd / Vilhelm „Stemmningin er frekar dauf myndi ég segja. Það er alltaf erfitt að tapa í lokin líkt og í kvöld," sagði Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Vísi í kvöld. „Strákarnir sýndu frábært viðhorf í leiknum og ég er mjög stoltur af þeim að því leyti," sagði Lagerbäck sem hafði einfalt svar á höndum er hann var spurður hvort hann hefði trúað sínum eigin augum þegar gengið var til hálfleiks og staðan 2-0 Íslandi í vil. „Já auðvitað. Ég sá þetta með berum augum," sagði Lagerbäck léttur sem var ánægður með sína menn í fyrri hálfleik þótt þeir hefðu, að hans mati, mátt halda boltanum betur innan liðsins. Landsliðsþjálfarinn sagði að skiptingar Frakka í síðari hálfleik, þar sem Florent Malouda og Frank Ribery komu meðal annars inná, hefðu haft mikil áhrif á gang leiksins. „Ribery og Malouda splundruðu vörn okkar hægra megin ítrekað með hraða sínum og samspili. Það gerði okkur erfitt fyrir og þýddi að við lágum í vörn síðustu fimmtán mínúturnar. Það held ég að hafi ráðið úrslitum í leiknum," sagði Lagerbäck sem tók fram að úrslitin væru sanngjörn. „Þeir voru betri en þeir sköpuðu sér ekki mörg opin færi. Við þvinguðum þá til þess að taka skot af löngu færi og flest þeirra komumst við fyrir með frábærum varnarleik."Andstæðingar okkar í undankeppninni ekki jafnsterkir og Frakkar Lagerbäck segir stíganda vera í leik íslenska liðsins og minnir á að íslenska liðið í kvöld hafi verið afar ungt og reynslumikla leikmenn vantað í liðið. „Sjö leikmenn úr U21 liðinu í Danmörku síðasta sumar voru í byrjunarliðinu. Með tímanum eigum við að geta bætt okkur ennfrekar. Andstæðingar okkar í undankeppninni, með fullri virðingu fyrir þeim, eru ekki jafnsterkir og Frakkland," sagði Lagerbäck en Ísland hefur leik í undankeppni HM 2014 í haust. Andstæðingar Íslands í undankeppninni heimsmeistaramótsins 2014 verða Noregur, Slóvenía, Sviss, Albanía og Kýpur en keppni í riðlinum hefst í haust. Íslenska liðið virkaði afar þreytt undir lok leiksins og í sigurmarki Frakka var miðvörðurinn Adil Rami á auðum sjó í teignum. Það var skrýtin sjón því Íslendingarnir höfðu ekki hleypt Frökkum í opin skotfæri í teignum þar til þá. „Hluta má skrifa á þreytu í okkar liði en við megum ekki horfa framhjá hve vel þeir framkvæmdu sóknina. Þeir eru frábært lið með marga leikmenn sem spiluðu í Meistaradeildinni, meðal annars í úrslitaleiknum, svo við megum ekki gleyma hve góðir þeir eru," sagði Lagerbäck.Vildi ekki taka neina áhættu með Kolbein Kolbeinn Sigþórsson, sem átti frábæran leik í fyrri hálfleik hjá Íslandi, var skipt af velli í hálfleik. Töluverð gæði fóru úr leik Íslands með þeirri skiptingu en skammt er síðan Kolbeinn sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir meiðsli. „Kolbeinn er ekki orðinn klár í 90 mínútur. Ég vil nota hann gegn Svíum. Við ræddum eftir leikinn að kannski hefði verið skynsamlegt að láta hann spila aðeins lengur. Við ákváðum fyrir leikinn að taka ákvörðun í hálfleik miðað við ástandið á honum þá. Hann var þreyttur og ég vildi ekki taka neina áhættu með hann," sagði Lagerbäck sem segir markmið æfingaleiksins gegn Svíþjóð á miðvikudag hið sama og alltaf. „Við erum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við lítum á gæði einstaklinga í franska liðinu er um að ræða eitt besta lið í Evrópu. Við getum verið stolt af leikmönnum þrátt fyrir tapið. Við reynum alltaf að vinna og munum reyna það í Svíþjóð," sagði Svíinn. Fótbolti Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum | Aron Einar fyrirliði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frakklandi í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 17:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49 Sölvi Geir ekki með gegn Frökkum | Reiknað með fullu húsi í kvöld Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla verður án miðvarðarins Sölva Geirs Ottesen í æfingaleiknum gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 13:05 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
„Stemmningin er frekar dauf myndi ég segja. Það er alltaf erfitt að tapa í lokin líkt og í kvöld," sagði Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Vísi í kvöld. „Strákarnir sýndu frábært viðhorf í leiknum og ég er mjög stoltur af þeim að því leyti," sagði Lagerbäck sem hafði einfalt svar á höndum er hann var spurður hvort hann hefði trúað sínum eigin augum þegar gengið var til hálfleiks og staðan 2-0 Íslandi í vil. „Já auðvitað. Ég sá þetta með berum augum," sagði Lagerbäck léttur sem var ánægður með sína menn í fyrri hálfleik þótt þeir hefðu, að hans mati, mátt halda boltanum betur innan liðsins. Landsliðsþjálfarinn sagði að skiptingar Frakka í síðari hálfleik, þar sem Florent Malouda og Frank Ribery komu meðal annars inná, hefðu haft mikil áhrif á gang leiksins. „Ribery og Malouda splundruðu vörn okkar hægra megin ítrekað með hraða sínum og samspili. Það gerði okkur erfitt fyrir og þýddi að við lágum í vörn síðustu fimmtán mínúturnar. Það held ég að hafi ráðið úrslitum í leiknum," sagði Lagerbäck sem tók fram að úrslitin væru sanngjörn. „Þeir voru betri en þeir sköpuðu sér ekki mörg opin færi. Við þvinguðum þá til þess að taka skot af löngu færi og flest þeirra komumst við fyrir með frábærum varnarleik."Andstæðingar okkar í undankeppninni ekki jafnsterkir og Frakkar Lagerbäck segir stíganda vera í leik íslenska liðsins og minnir á að íslenska liðið í kvöld hafi verið afar ungt og reynslumikla leikmenn vantað í liðið. „Sjö leikmenn úr U21 liðinu í Danmörku síðasta sumar voru í byrjunarliðinu. Með tímanum eigum við að geta bætt okkur ennfrekar. Andstæðingar okkar í undankeppninni, með fullri virðingu fyrir þeim, eru ekki jafnsterkir og Frakkland," sagði Lagerbäck en Ísland hefur leik í undankeppni HM 2014 í haust. Andstæðingar Íslands í undankeppninni heimsmeistaramótsins 2014 verða Noregur, Slóvenía, Sviss, Albanía og Kýpur en keppni í riðlinum hefst í haust. Íslenska liðið virkaði afar þreytt undir lok leiksins og í sigurmarki Frakka var miðvörðurinn Adil Rami á auðum sjó í teignum. Það var skrýtin sjón því Íslendingarnir höfðu ekki hleypt Frökkum í opin skotfæri í teignum þar til þá. „Hluta má skrifa á þreytu í okkar liði en við megum ekki horfa framhjá hve vel þeir framkvæmdu sóknina. Þeir eru frábært lið með marga leikmenn sem spiluðu í Meistaradeildinni, meðal annars í úrslitaleiknum, svo við megum ekki gleyma hve góðir þeir eru," sagði Lagerbäck.Vildi ekki taka neina áhættu með Kolbein Kolbeinn Sigþórsson, sem átti frábæran leik í fyrri hálfleik hjá Íslandi, var skipt af velli í hálfleik. Töluverð gæði fóru úr leik Íslands með þeirri skiptingu en skammt er síðan Kolbeinn sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir meiðsli. „Kolbeinn er ekki orðinn klár í 90 mínútur. Ég vil nota hann gegn Svíum. Við ræddum eftir leikinn að kannski hefði verið skynsamlegt að láta hann spila aðeins lengur. Við ákváðum fyrir leikinn að taka ákvörðun í hálfleik miðað við ástandið á honum þá. Hann var þreyttur og ég vildi ekki taka neina áhættu með hann," sagði Lagerbäck sem segir markmið æfingaleiksins gegn Svíþjóð á miðvikudag hið sama og alltaf. „Við erum að bæta okkur með hverjum leik. Ef við lítum á gæði einstaklinga í franska liðinu er um að ræða eitt besta lið í Evrópu. Við getum verið stolt af leikmönnum þrátt fyrir tapið. Við reynum alltaf að vinna og munum reyna það í Svíþjóð," sagði Svíinn.
Fótbolti Tengdar fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum | Aron Einar fyrirliði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frakklandi í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 17:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49 Sölvi Geir ekki með gegn Frökkum | Reiknað með fullu húsi í kvöld Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla verður án miðvarðarins Sölva Geirs Ottesen í æfingaleiknum gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 13:05 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Frökkum | Aron Einar fyrirliði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Frakklandi í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 17:42
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap í Valenciennes Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti sætta sig við 3-2 tap gegn Frökkum í æfingaleik í Valenciennes í kvöld. Tapið er sérlega svekkjandi í ljósi þess að íslenska liðið leiddi í hálfleik 2-0. 27. maí 2012 12:49
Sölvi Geir ekki með gegn Frökkum | Reiknað með fullu húsi í kvöld Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla verður án miðvarðarins Sölva Geirs Ottesen í æfingaleiknum gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. 27. maí 2012 13:05