Fótbolti

Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu | Myndaveisla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Adil Rami fagnar sigurmarki sínu en svekkelsi Hannesar Þórs Halldórssonar leynir sér ekki.
Adil Rami fagnar sigurmarki sínu en svekkelsi Hannesar Þórs Halldórssonar leynir sér ekki. Nordic Photos / AFP
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gengu svekktir af velli að loknu 3-2 tapi gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. Íslenska liðið var örfáum mínútum frá því að skrá sig í sögubækurnar en tvö mörk undir lokin gerðu út um þá skráningu.

Íslensku leikmennirnir börðust eins og ljón úti um allan völl í kvöld. Barátta þeirra pirraði frönsku leikmennina sem þurftu að hlusta á baul frá stuðningsmönnum sínum langt frameftir leik.

Með því að smella á myndina hér fyrir neðan má sjá myndaveislu frá ljósmyndurm AFP ljósmyndaveitunnar sem voru á leiknum í kvöld.


Tengdar fréttir

Lars Lagerbäck: Malouda og Ribery réðu úrslitum

"Stemmningin er frekar dauf myndi ég segja. Það er alltaf erfitt að tapa í lokin líkt og í kvöld," sagði Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Vísi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×