Innlent

Evrópustofa fagnar Evrópudeginum

Mynd/Anton
Snorri Helgason tónlistarmaður treður upp nú í hádeginu hjá Evrópustofu sem um þessar mundir fagnar Evrópudeginum. Tónleikarnir eru órafmagnaðir og fara fram í húsakynnum stofunnar að Suðurgötu 10 í Reykjavík.

„Efnt er til fjölda viðburða í vikunni, allt frá borgarafundi í Iðnó til tónleika í Hörpu. Viðburðunum er ætlað að vekja athygli og auka þekkingu almennings á fjölbreyttu samstarfi Evrópulandanna undir hatti Evrópusambandsins þar sem menntun og menning skipa öflugan sess - ekki síður en aðrir málaflokkar," segir í tilkynningu frá Evrópustofu.

Hér að neðan má sjá dagskrá helgarinnar:

Föstudagur 11. maí:

Menningarvor í Evrópustofu: Snorri Helgason spilar í hádeginu.

Evrópustofa fagnar vorinu með fallegri tónlist Snorra Helgasonar á órafmögnuðum hádegistónleikum í Evrópustofu að Suðurgötu 10. Hádegishressing í boði.

Laugardagur 12. maí:

Evrópukynning í Kringlunni.

-ESB í máli og myndum.

-félagar úr European Jazz Orchestra bregða á leik kl. 13:30 og 15:00.

Sunnudagur 13. maí:

Evrópuhátíð í Hörpu kl. 13:00-17:00.

Evrópukakan skorin.

Kynning á áhugaverðum Evrópusamstarfsverkefnum og -styrkjum.

ESB í máli og myndum - plakatasýning.

Rjómi íslenskra uppistandara kl. 14:00.

Blár Ópall skemmtir ungum sem öldnum kl. 15:00.

Tónleikar í Eldborg kl.20:00.

Stórsveit Reykjavíkur.

European Jazz Orchestra.

Kynnir: Ari Eldjárn.

Tónleikarnir í eru almenningi að kostnaðarlausu og er hægt að nálgast miða á www.harpa.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×