Innlent

Í haldi eftir bruna sem leiddi til dauða fimm barna

Erla Hlynsdóttir skrifar
Mynd/AFP
Fimm börn á aldrinum fimm til tíu ára létust í eldsvoða í Bretlandi í nótt. Kona á þrítugsaldri hefur verið handtekin vegna gruns um að hafa kveikt í húsinu. Lögreglan í Derbyskíri hefur staðfest að kona sé í haldi, grunuð um að hafa myrt börnin.

Eldur kom upp í íbúðarhúsi í bænum Allenton í nótt. Ekki hefur verið greint frá því hvort og þá hvernig konan tengist börnunum.

Börnin fimm létust vegna reykeitrunar eftir að þeim var bjargað úr brennandi húsinu. Sjötta barnið, sem er þrettán ára, var flutt á sjúkrahús og er það enn í lífshættu. Tveir fullorðnir, sem einnig voru í húsinu, eru ekki í hættu.

Lögreglustjóri bæjarins segir í samtali við The Telegraph að um sé að ræða hræðilegan atburð, og að málið sé rannsakað sem morðtilraun.

Lögreglan verst frekari fregna, en óskar eftir upplýsingum frá almenningi sem gætu aðstoðað við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×