Innlent

Ætluðu að svipta mann bílnum en fundu fíkniefni

Maríjúana fannst í gær í bifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, sem haldlagði efnið. Bílaleiga í umdæminu hafði selt bifreiðina en þar sem kaupandinn stóð ekki í skilum með afborganir fóru starfsmenn fyrirtækisins og sóttu bílinn.

Þegar þeir voru að safna saman munum sem hinn óskilvísi kaupandi hafði skilið eftir í bifreiðinni fundu þeir maríjúana í tveimur glærum smellupokum sem komið hafði verið fyrir í sígarettupakka. Þeir gerðu lögreglu þegar viðvart og fjarlægði hún efnin úr bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×