Fótbolti

Eiður Smári spilaði heilan leik fyrir AEK

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd / Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður AEK Aþena, lék í heilar 90 mínútur í dag í fyrsta skipti síðan hann fótbrotnaði í október árið 2011.

AEK lék gegn Atromitos í einskonar undankeppni um laust sæti í Meistaradeild Evrópu en leiknum lauk með sigri Atromitos 1-0.

Fjögur lið taka þátt í þessari undankeppni en spilað er í einum riðli þar sem efsta sætið færi sætið í Meistaradeild Evrópu. Eftir þrjár umferðiðr er Panathinaikos í efsta sætinu með átta stig, PAOK er með 7 stig, AEK 6 stig og Atromitos fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×