Innlent

Helmingur þeirra sem létust 17 ára og yngri

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Helmingur þeirra sem létu lífið í umferðinni á síðasta ári voru 17 ára og yngri, fjórir sautján ára ökumenn og tvær fótgangandi stúlkur. Þetta kemur fram í nýrri nýrri slysaskýrslu Umferðarstofu.

Alls létust 12 í umferðinni í fyrra en það er töluvert færri en meðaltal síðustu tíu ára. Í samanburði við hin Norðurlöndin er fjöldi látinna í umferðinni árið 2011, miðað við fjölda íbúa, aðeins lægra í Svíþjóð og Noregi sem eru þau lönd sem yfirleitt eru með lægsta dánartíðni umferðarslysa í heiminum.

Í ljósi þess má ætla að fjöldi látinna hér á landi sé með því lægsta sem gerist í heiminum árið 2011, segir í skýrslu Umferðarstofu.

Hægt er að lesa skýrsluna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×