Innlent

Annþór og Börkur ákærðir

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulegar líkamsárásir og ólögmæta nauðung. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Sjö sátu í gæsluvarðhaldi vegna málsins þegar mest lét og hefur þeim nú öllum verið sleppt. Annþór og Börkur eru grunaðir um að tengjast tveimur alvarlegum líkamsárásum sem gerðar voru fyrir nokkrum mánuðum í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, skipulagðri glæpastarfsemi, innbrotum og þjófnaði, auk annars.

Í byrjun þessa mánaðar úrskurðaðir Hæstiréttur að Annþór og Börkur skyldu afplána eftirstöðvar dóma sem þeir hlutu fyrir nokkrum árum. Annþór fyrir fíkniefnasmygl og Börkur fyrir tilraun til manndráps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×