Innlent

Brýnasta verkefnið að halda atvinnustiginu uppi

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands segir í fyrsta maí ávarpi sínu að brýnasta verkefni stjórnvalda sé að halda atvinnustiginu uppi.

Hann segir það vonbrigði að stjórnarflokkar hafi nálgast hugmyndir ASÍ með gamaldags viðhorfum og hversu lítið hefur orðið úr framkvæmdum.

Þá segir hann dapurlegt að sjá tillögu að rammaáætlun þynnast út í bakherbergjum stjórnarflokkana eftir að mikil og góð vinna hafi verið lögð í verkið. Þá hafi bankarnir verið of lengi að endurskipuleggja skuldir heimila og fyrirtækja sem verði til þess að engin fjölgun hefur orðið á störfum frá 1. ársfjórðungi 2009.

Gylfi segir allar forsendur til að fjölga störfum verulega vera til staðar hér á landi og stjórnvöld og atvinnulífið verði að hafa kjark til að fara nýjar leiðir.

Pistil Gyfla má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×