Innlent

Myndir frá hátíðarhöldum í miðbænum

Fjöldi fólks gekk niður Laugaveginn í dag.
Fjöldi fólks gekk niður Laugaveginn í dag. mynd/JMG & EA
Fjöldi fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í tilefni af baráttudegi verkalýðsins. Fjölmenn skrúðganga gekk frá horni Snorrabrautar og Laugavegs klukkan hálf tvö. Gengið var niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Ingólfstorg. Útifundur var svo á Ingólfstorgi þar sem nokkrir ræðumenn tóku til máls. Hátíðarsamkomur og kaffisamsæti eru á að minnsta kosti 38 stöðum á landinu.

Hér til hliðar má sjá myndir sem Jóhanna Margrét, fréttamaður á Stöð 2 og Egill Aðalsteinsson, myndatökumaður, tóku í miðbænum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×