Fótbolti

Strákarnir í U-17 sýndu mikinn karakter gegn Frökkum

Íslenska U-17 ára landsliðið í knattspyrnu spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á EM í Slóveníu. Strákarnir sýndu þá mikinn karakter er þeir snéru töpuðum leik gegn Frökkum upp í jafntefli.

Íslensku strákarnir voru tveim mörkum undir eftir 56 mínútna leik en neituðu að leggja árar í bát.

Gunnlaugur Birgisson minnkaði muninn 24 mínútum fyrir leikslok og Hjörtur Hermannsson jafnaði leikinn þrem mínútum fyrir leikslok og íslenska liðið fékk stig.

Fín byrjun hjá drengjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×