Menning

Opnun í Ásmundarsafni

Frábært veður og stemning var í Ásmundarsafni við Sigtún þegar þar var opnuð sýningin Inn í kviku sem sýnir mörg af dramtískustu og erótískustu verkum myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar.

Fjölmenni var á staðnum og fylgdist m.a. með því þegar barnabörn nágrannakonu Ásmundar voru með tásuþvottagjörning í garðinum, en amman hafði sjálf tekið þátt í þessu skemmtilega uppátæki undir stjórn meistarans þegar hún var ung að árum. Með gjörningnum vildi Ásmundur kenna börnunum að þykja vænt um verkin í garðinum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í opnuninni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×