Enski boltinn

Man. City sendi Úlfana niður

Aguero fagnar marki sínu í dag.
Aguero fagnar marki sínu í dag.
Manchester City er aðeins þrem stigum á eftir Man. Utd eftir sigur, 0-2, á Wolves sem er þar með fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

Það stefnir því í hreinan úrslitaleik um enska meistaratitilinn á Etihad-vellinum á mánudag eftir viku. Sigri City þann leik kemst það á toppinn.

Aguero kom City yfir snemma í leiknum er hann fékk stungusendingu í teiginn. Hann var algjörlega ódekkaður og þakkaði fyrir með því að skora.

Samir Nasri skoraði einnig af stuttu færi í síðari hálfleik og kláraði leikinn.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×