Fótbolti

Margrét Lára sat á bekknum er Potsdam féll úr leik í Meistaradeildinni

Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í Turbine Potsdam komust ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þær gerðu markalaust jafntefli gegn Lyon í síðari leik liðanna í undanúrslitum í dag.

Lyon vann fyrri leik liðanna 5-1 og verkefnið var því næstum ómögulegt fyrir Potsdam. Það kom líka á daginn.

Nokkuð jafnræði var með liðunum og þau áttu bæði yfir 20 skot að marki án þess að skora.

Margrét Lára sat á bekknum allan tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×