Enski boltinn

Ferguson: Nágrannaslagurinn verður sá mikilvægasti í sögu liðanna

Ferguson var þungur á brún eftir leikinn í dag.
Ferguson var þungur á brún eftir leikinn í dag.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man.Utd, trúði varla því sem hann sá í dag er lið hans kastaði frá sér unnum leik gegn Everton. Toppbaráttan er því galopin og United má ekki tapa gegn Man City um næstu helgi.

"Við köstuðum þessu frá okkur. Ég trúi því varla að þetta hafi gerst. Varnarleikurinn var dapur og þetta var ekki góð frammistaða. Við gáfum þeim auðveld mörk," sagði Ferguson.

"Sóknarleikurinn var samt flottur og sóknarmennirnir okkar áttu ekki skilið að leiknum skildi lykta svona. Það er óvenjulegt að sjá lið sem er að berjast um titil gefa svona auðveld mörk án þess að berjast af fullu afli. Það þarf að klára svona leiki.

"Við áttum tækifæri til þess að komast í 5-2 en skutum í stöng. Nú verðum við að ná góðum úrslitum á Etihad-vellinum. Það verður rosalegur nágrannaslagur. Líklega mikilvægasti nágrannaslagurinn í sögu þessara liða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×