Fótbolti

Kolbeinn afgreiddi Groningen

Kolbeinn Sigþórsson var aðeins fjórar mínútur að skora er hann kom af bekknum í leik Ajax og Groningen í hollenska boltanum í dag.

Kolbeinn kom þá Ajax í 2-0 sem reyndust vera lokatölur leiksins. Kolbeinn kom af bekknum á 76. mínútu og var kominn á blað skömmu síðar.

Ajax í efsta sæti hollensku deildarinnar og fátt sem getur komið í veg fyrir að þeir verði meistarar.

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu tíu mínúturnar fyrir AZ Alkmaar sem vann Venlo, 2-1. Alkmaar er í öðru sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×