Fótbolti

Eiður spilaði aftur fyrir AEK

Eiður Smári Guðjohnsen spialði sinn fyrsta leik í fimm mánuði í dag er hann spilaði síðasta hálftímann í leik AEK og Doxa Dramas.

Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli en þetta var lokaumferð deildarkeppninnar í Grikklandi. AEK endaði í fimmta sæti deildarinnar.

Framtíð Eiðs er óráðinn. Hann er samningsbundinn AEK en hermt er að félagið muni losa sig við hann þar sem það á í miklum fjárhagslegum erfiðleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×