Innlent

Alvarlegt bílslys fyrir austan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einn er alvarlega slasaður eftir bílslys sem varð rétt hjá Skaftártungu, um þrjátíu kílómetrum vestan við Kirkjubæjarklaustur, rétt fyrir hádegi. Þrír voru í bílnum, sem var smábíll. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafnaði bíllinn úti í hrauni. Lögreglumenn eru enn að vinna á vettvangi og við segjum nánari fréttir af þessu á Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×