Enski boltinn

Faðir Rooney verður ekki kærður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney yngri leikur sem kunnugt er með Manchester United.
Wayne Rooney yngri leikur sem kunnugt er með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Wayne Rooney eldri verður ekki kærður fyrir að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum knattspyrnuleikja í Skotlandi, eftir því sem lögfræðingur hans sagði í dag.

Rooney var handtekinn í október síðastliðnum og lögreglan gerði húsleit á heimili hans í Liverpool. Átta aðrir voru handteknir vegna rannsóknarinnar en einn þeirra var Steve Jennings, leikmaður Motherwell.

Voru þeir sakaðir um að hafa reynt að hagræða úrslitum í leik Motherwell og Hearts árið 2010 til að hagnast á veðmálastarfssemi í kringum leikinn.

Lögfræðingurinn sagði að Rooney hefði ávallt haldið fram sakleysi sínu og að lögreglan hafi tilkynnt honum að ekkert frekar yrði gert gagnvart honum í þessu máli. Slíkt hið sama var tilkynnt Jennings um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×