Fótbolti

Knattspyrnulið Bretlands í erfiðum riðli á ÓL í London

Stuart Pearce þjálfari enska ÓL liðsins.
Stuart Pearce þjálfari enska ÓL liðsins. Gettyy Images / Nordic Photos
Bretar leika gegn Úrúgvæ, Senegal og Sameinuu arabísku furstadæmunum í riðlakeppninni í fótbolta á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar. Bretar eru því í erfiðum riðli en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1960 þar sem Bretland keppir í fótbolta á ÓL. Dregið var í riðla í dag á Wembley í London en fyrsti leikur Breta verður á Old Trafford gegn Senegal þann 26. júlí.

Stuart Pearce er þjálfara Ólympíuliðs Bretlands og hann hefur gefið það út að David Beckham geti ekki gengið að því vísu að vera valin í liðið.

Brasilía, sem fimm sinnum hefur sigrað á HM, en aldrei á ÓL, eru í C-riðli með Egyptalandi, Hvíta-Rússland og Nýja-Sjálandi.

Heims – og Evrópumeistaralið Spánar er í D-riðli ásamt Japan, Hondúras og Marakkó. Spánverjar fögnuðu sigri á ÓL árið 1992 í knattspyrnu karla þegar leikarnir fóru fram í Barcelona.

Í B-riðli eru Mexíkó, Suður-Kórea, Gabon og Sviss.

Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í átta liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×