Enski boltinn

Handtökuskipun gefin út á hendur Pienaar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pienaar, til hægri, í leik með Tottenham.
Pienaar, til hægri, í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Lögreglan í Englandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur knattspyrnumannsins Steven Pienaar þar sem hann kom ekki fyrir rétt í Essex á tilsettum tíma.

Pienaar átti að mæta fyrir dómara á mánudaginn vegna tveggja umferðarlagabrota. Hann var tekinn fyrir of hraðan akstur á sama veginum með ellefu daga millibili í október síðastliðnum. Hann gaf þar að auki ekki upp réttar upplýsingar um bifreið sína, Aston Martin DBS.

Hámarkshraði í umræddri götu voru 30 mílur á klukkustund (48 km/klst) en Pienaar var í annað skiptið mældur á 43 mílna hraða (69 km/klst) og hins vegar 38 mílna hraða (61 km/klst).

Pienaar leikur nú með Tottenham sem lánsmaður frá Everton en bæði félögin leika í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×